Ummæli
Ummæli
Frétti frá vinkonu minni að Hjördís væri að bjóða upp á dáleiðslu inn í fyrri líf og hafði samband við hana. Hún er mjög nákvæm og mér leið svo vel hjá henni og í miklu öryggi. Við ræddum saman í upphafi tímans og svo hófst dáleiðslan. Ég upplifði algjört tímaleysi sem er mögnuð tilfinning og fór hún með mig í 2 líf og síðan á stað sem kallast líf á milli lífa þar sem ég náði að leysa þetta sem hafði angrað mig alla tíð. Ég er svo ánægð að ég lét slag standa og finn ekki fyrir þessum óþægindum og tilfinningum sem voru að trufla mig alla daga. Takk fyrir mig og þessa frábæru lífsreynslu.
Var að ganga í gegnum skilnað og fór í mikla kulnun og leitaði mér aðstoðar með dáleiðslu og reiki. Get varla lýst því hvað mér leið miklu betur eftir þennan tíma.
Var að koma úr löngu veikindaleyfi eftir kulnun og var mjög stressuð og kvíðin að fara vinna aftur, ákvað að prófa dáleiðslu og reiki og ég fékk gamla sjálfstraustið á ný.
Stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun sem ég þurfti að taka og í fyrsta tíma náði ég að setja hlutina í svo gott samhengi og fékk frábæra leiðsögn með framhaldið, þvílík hugarró.
Varð fyrir mjög mörgum áföllum í æsku sem ég hafði aldrei unnið úr. Hafði heyrt að dáleiðsla gæti hjálpað. Eftir tíma í dáleiðslu og heilun finn ég mikla og jákvæða breytingu.
Var búin að líða illa og var orðin pirruð og jafnvel reið út í allt og alla og hélt fast í fólk og tilfinningar sem voru þvílíkt að trufla mig – fór síðan í einn dáleiðslutíma og maður minn náði loksins að sleppa tökunum á þessu öllu saman.
Hafði alltaf langað að prófa að skyggnast inn í fyrri líf og vissi ekki að það væri hægt með dáleiðslu. Ég ákvað að prófa og þetta var svo magnað! Þetta útskýrði svo mikið fyrir mér að fá þessa innsýn og veitti mér svör sem ég er svo þakklát fyrir.
Upplifði mikla vanlíðan í kjölfar mikillar sorgar, atvinnumissis og var algjörlega bugaður. Var komin með öll einkenni kulnunar þegar mér var bent á að dáleiðsla gæti hjálpað. Ég fór í 2 tíma og heilun með og líður svo miklu betur og fann drifkraftinn minn á ný.
Var að ganga í gegnum lyfjameðferð og langaði svo að prófa svona reikiheilun. Hafði aldrei prófað reiki en þetta opnaði á einhverja nýja vídd hjá mér og losaði mig undan gífurlegri streitu. Þetta eru einhverjir galdrar.
Var sífellt að bregðast svo illa við eða svona ýkt við einhverju sem var sagt við mig, fannst eins og vegið að mér. Ég fór yfir þetta með Hjördísi og hún leiddi mig í gegnum dáleiðslumeðferð þar sem við fundum rótina að þessari hegðun minni. Það reyndust vera áföll úr barnæsku sem mér datt ekki í hug að hefðu svona áhrif á mig. Ég er allt önnur, þvílíkur léttir og ég verð að mæla með þessari meðferð.
Ég upplifði mikla vanlíðan í kjölfar mikillar sorgar og atvinnumissis og var bara algjörlega bugaður. Var með öll einkenni kulnunar þegar mér var bent á að dáleiðsla gæti hjálpað. Ég fór í dáleiðslumeðferð og heilun og líður svo miklu betur og fann gamla drifkraftinn minn aftur.
Var komin í veikindaleyfi vegna kulnunar og gat ekki sofið né vakað nema með aðstoð lyfja. Ákvað að fara í svona áfallameðferð og guð minn góður hvað þetta gerði mikið fyrir mig. Ég er hálf orðlaus en mjög þakklátur að mér var bent á þetta og mæli eindregið með þessari meðferð hjá Hjördísi.
Ég gekk í gegnum skilnað fyrir nokkrum árum og hélt ég hefði aldeilis tæklað það – þar sem við vorum sátt og tókum sameiginlega ákvörðun. En síðan helltist yfir mig vanlíðan og kvíði með árunum sem ég skildi ekkert í og langaði að skoða með aðstoð dáleiðslu. Þvílíkur léttir og ég náði að losa mig við einhverjar pikkfastar rætur langt aftur í barnæsku sem urðu að einhverju báli þegar ég skildi við manninn minn.
Ég byrjaði á mikilli sjálfsvinnu fyrir nokkru síðan en langaði alltaf að skyggnast inn í fyrri líf og sjá hvort það mundi útskýra ákveðin mál fyrir mér. Ég er ennþá orðlaus – þetta er eitt það magnaðasta sem ég hef gert og Hjördís veitir manni svo mikið öryggi og heldur svo vel utan um mann. Mikið er ég þakklát að fá loksins útskýringar á þessu máli.
Ef þig langar að bóka meðferð þá getur þú sent tölvupóst á: hugaroskir@hugaroskir.is
Opnunartími: milli 8:00 – 17:00 (ath. ekki er bókað í meðferðartíma eftir kl. 14:00).
Hér eru upplýsingar um meðferðir sem eru í boði hjá Hugaróskum: Meðferðir í boði
Athugið að flest stéttarfélög taka þátt í niðurgreiðslu á meðferðunum okkar. Talaðu við þitt stéttarfélag.