Hver er ég?

Mín vegferð

Ég heiti Hjördís Ósk og er 48 ára og er Klínískur Dáleiðari, Reikimeistari, Hestakona og með Meistaragráðu í Viðskiptafræði og B.Sc gráðu í Vörustjórnun.   

Ég hef alist upp við andleg málefni og lengi vel hefur það blundað í mér að taka skrefið að fara vinna með fólki á þeim vettvangi.  

Ég ákvað að læra Reiki fyrir nokkrum árum og hugsaði það fyrir sjálfa mig og það kom sér vel þegar ég steig inn í erfitt ár áfalla og kulnunar.  

Þegar þessi erfiðu verkefni hrundu yfir mig hvert á fætur öðru tók ég meðvitaða ákvörðun að leita mér aðstoðar, ég prófaði ýmislegt og fann mér minn farveg í leit að sátt og uppgjöri við fortíðina.    

Það voru nokkur markmið sem ég setti mér í þessari vegferð minni, það var lifa lífinu strax, vinna við eitthvað sem mér finnst skemmtilegt og gefandi, umvefja mig heiðarlegu fólki og gefa áhugamálum mínum tíma og athygli. 

Ég er mikil áhugamanneskja um andleg málefni og hef í gegnum árin sótt ýmis námskeið sem tengjast minni vegferð eða Chakra healing, Crystal healing, Angelic healing, Akashic Records, Vedic Astrology, Numerology og Tarot svo eitthvað sé nefnt sem ég styðst við í mínum meðferðum. 

Bakgrunnur minn er að mestu stjórnendareynsla og er með M.Sc gráðu í Viðskiptafræði og B.Sc í Vörustjórnun, ég hef starfað sem stjórnandi í rúm 20 ár og staðið frammi fyrir miklum áskorunum í störfum mínum sem stjórnandi hjá stórum fyrirtækjum.  

Ef þú tengir við mína vegferð og langar að vita hvort ég geti eitthvað aðstoðað þig, þá endilega hafðu samband við mig. 

Sendu mér endilega póst á hugaroskir@hugaroskir.is

Kærleikur til þín,

Hjördís Ósk