Hvað er Reiki?

Reiki

Reikimeðferð meðhöndlar alla manneskjuna, líkamann, tilfinningar, huga og anda sem skapar mörg jákvæð áhrif sem fela í sér slökun, tilfinningafrið, hugarró, öryggi og vellíðan.

Reiki er 2500 ára gömul aðferð við að lækna með höndunum.  Það er talið tíbeskt að uppruna og var fundið upp að nýju á seinni hluta síðustu aldar af Dr. Mikao Usui, japönskum búddhatrúarmanni.  Orðið Reiki er gert úr tveimur japönskum orðum – Rei sem þýðir “Viska Guðs eða æðri máttur” og Ki sem er “lífskraftur og  orka”. Svo Reiki er í raun “andleg lífsorka.”

Reiki er aðferð til að draga úr streitu og veita slökun sem stuðlar einnig að lækningu. Reiki er gefið með „handayfirlagningu“ og byggir á þeirri hugmynd að óséð „lífskraftsorka“ streymi í gegnum okkur og sé það sem veldur því að við séum á lífi. Ef „lífsorka“ manns er lítil þá eru meiri líkur á að við verðum veik eða finnum fyrir streitu og ef hún er mikil erum við hæfari til að vera hamingjusöm og heilbrigð.

Að þiggja Reiki meðferð er upplifunin eins og dásamlegt glóandi ljós sem streymir í gegnum líkamann og í kringum hann. Reiki meðferð meðhöndlar alla manneskjuna, líkamann, tilfinningar, huga og anda sem skapar mörg jákvæð áhrif sem fela í sér slökun, tilfinningafrið, hugarró, öryggi og vellíðan.  Reiki er tegund af orkuheilun.  Orkan okkar getur staðnað í líkamanum þar sem t.d. líkamleg meiðsli hafa orðið eða jafnvel tilfinningalegur sársauki. Með tímanum geta þessar orkublokkir valdið veikindum eða kvillum ef ekkert er aðhafst.

Orkulækningar miða að því að hjálpa orkuflæðinu og fjarlægja blokkir á svipaðan hátt og t.d nálastungur. Reiki iðkendur trúa því að bætt orkuflæði um líkamann geti veitt mikla slökun, linað sársauka, hraðað bata og dregið úr öðrum einkennum veikinda.

Hvað gerist í Reikimeðferð?

Reikimeistarinn gefur Reikimeðferð í friðsælu, persónulegu umhverfi. Hins vegar getur meðferðin farið fram hvar sem er. Á meðan á meðferð stendur mun skjólstæðingurinn sitja í þægilegum stól eða liggja á bekk, fullklæddur.  Reikimeistarinn mun síðan leggja hendur sínar létt á eða halda höndunum fyrir ofan ákveðin svæði á höfði, útlimum og líkama skjólstæðings. Reikimeistarinn mun venjulega halda höndum sínum yfir þessum svæðum  í 2–10 mínútur, eftir eðli meðferðar.

Þegar Reikimeistarinn heldur höndum sínum létt á eða yfir líkamanum á sér stað orkuflutningur.  Reikimeistarinn skynjar orkuna í gegnum hendur sínar, ýmist með hita eða náladofa. Þeir munu halda hverri handstöðu þar til þeir skynja að orkan er hætt að flæða og færa hendurnar yfir á annað líkamssvæði.   Skjólstæðingar segja frá mismunandi reynslu.  Sumir segja að hendur iðkandans verði heitar, aðrir segja að hendurnar kólni og  sumir finna fyrir púlsandi öldum. Algengasta niðurstaðan eftir Reiki meðferð er losun streitu og djúp slökun.

Það er mikilvægt að hafa í huga að Reiki ætti aldrei að koma í stað læknismeðferða.  Hins vegar gæti fólk sem býr við ákveðið heilsufarsvandamál haft áhuga á að prófa Reiki samhliða venjulegri læknismeðferð.  Til dæmis fólk með krabbamein gæti fundist Reiki gagnlegt þar sem það getur hjálpað þeim að slaka á.  Hið milda eðli Reikimeðferðar getur haft róandi áhrif á sjúklinga sem eru að ganga í gegnum langar læknismeðferðir og lyfjameðferðir. 

__________

Ef þig langar til að prófa Reiki þá getur þú sent tölvupóst á:  hugaroskir@hugaroskir.is 

Hér eru upplýsingar um meðferðir sem eru í boði hjá Hugaróskum:  Meðferðir í boði

Human silhouette with vibrant chakra energy projection, symbolizing balance and spirituality.